sunnudagur, ágúst 27, 2006

Helgin

Við mæðgur fórum uppí sumarbústað, rosa fínt. Alltaf notalegt að fara þangað, vorum reynar bara tvær þar sem Harpa er með pabba sínum á Spáni, liggur þar í sólinni og hefur það fínt, kemur aftur til okkar á miðvikudaginn.

Var annars að skoða hjá mér íbúðina áðan, sá það að ég þarf að mála alla íbúðina helst, ætlaði að láta duga að mála hjá stelpunum fyrir jólin en hefði þurft að mála bara allt saman.

Annað sem ég ætlaði líka að gera og það er að bera á gólfin hjá mér. Ég er með svona olíuborið parket sem er að þorna upp, finnst mér allavegana. Þannig að stefnan var að bera á það líka fyrir jólin.

Þannig að ef vinnugleðina hjá ykkur vantar smá útrás, þá bara kíkið þið til mín :)

Var að lesa Dale Carnegie um helgina og verð að leyfa einni setningu að fylgja með sem hann Antoine de Saint-Exupéry skrifaði:
"Ég hef engan rétt til að segja eða gera nokkuð sem verður öðrum til minnkunnar. Það sem skiptir máli er ekki hvað mér finnst um hann heldur hvað honum sjálfum finnst um sig. Það er glæpur að vega að virðingu annars manns."

miðvikudagur, ágúst 16, 2006

Helgin

Ætla nú kannski ekki beint að segja ykkur frá henni. Hún var þó mjög fróðleg þar sem ég var á Herba skóla með Steve Komandina (Viðtal við hann í Fréttablaðinu 13 eða 12 ágúst, bls. 22)

Já ég semsagt var á skóla á sunnudeginum, stelpurnar voru einar heima. Alltílagi með það, nema þær ákveða að fara í strætó til ömmu sinnar og afa. Nema hvað sú ferð endaði með því að Harpa hringdi í ömmu sína og bað hana um að koma að sækja þær.

Málið var að á einni stoppustöðinni hérna uppí Breiðholti komu í strætóinn stelpa og strákur, strákurinn var með græna kortið en stelpan útrunninn skiptimiða. Nema hvað strætóbílstjórinn vildi ekki hleypa henni með, hún neitaði að fara og hótaði kæru ef hann kæmi við hana. Enginn í strætónum virtist geta lánað henni, hún tékkaði víst. Svona gekk þetta í um hálftíma þegar Harpa gafst upp, fór og bað um að fá endurgreitt þar sem hún var ekki komin þangað sem hún ætlaði. Jú jú strætóbílstjórinn gaf henni þá skiptimiða sem hún náttúrulega hafði ekkert við að gera, þannig að hún ætlaði að gefa stelpunni bara skiptimiðann, en strætóbílstjórinn tók það ekki í mál ! Þetta endaði með því að löggan kom á staðinn og allt saman og sem betur fer var Harpa með gsm-símann sinn þannig að hún gat hringt og látið ná í sig og Þórhildi....

.... en vá pæliði í því hvað fólk getur verið skrítið, hvað ætli kosti heilan hundrað kall í strætó.... !

Almost all unhappiness in life comes from the tendency to blame someone else.
- Brian Tracy

þriðjudagur, ágúst 08, 2006

Verslunarmannahelgin

Henni eyddum við mæðgurnar uppí sumarbústað hjá mömmu og pabba, en þau eiga bústað rétt hjá Flúðum. Þar voru reyndar líka börn bróður míns, 1 árs strákur og 5 ára skvísa, þannig að það var nóg að gera. Bróðir minn fór aftur á móti í göngu með konunni á Laugarveginn.

Það var annars bara notalegt hjá okkur, fórum og fylgdumst með skemmtidagskránni sem var á Flúðum, bæði á laugardag (traktórakeppnin) og sunnudag (furðubátakeppnin). Á laugardaginn var líka grænmetishlaðborð í Félagsheimilinu, eða sko úti þar í rigningunni, það fannst mér alveg geggjað. Stóð frekar þar úti í rigningunni en að fara inn og fá mér vöfflu með rjóma sem pabbi bauð uppá ;)

Helgin semsagt fín, engin útihátíð hér á þessum bæ, frekar en fyrridaginn. Var að rifja það upp í vinnunni eftir helgina að ég hef sennilega bara aldrei orðið svo fræg að hafa farið á útihátíð, fyrir utan eitt skipti sem ég flaug sjálf til Vestmannaeyja með þýskan pennavin til að sýna honum ;) Það var nú samt ekki það að við systkynin mættu ekki fara, heldur báðum við aldrei um það ;)

The few who do are the envy of the many who only watch.
- Jim Rohn

fimmtudagur, ágúst 03, 2006

ÞÚ SKIPTIR MÁLI.

þriðjudagur, ágúst 01, 2006

Hjólum um bæinn :)

Já ég fór í góðan hjólatúr í dag. Lagði af stað frá bensínstöðinni þegar ég var búin að pumpa í dekkið kl: 16:50 og var komin heim aftur kl: 19:20. Semsagt var samanlagt tvo og hálfan tíma að hjóla, með reyndar 10 mín stoppi niðrí Nauthólsvík, en það var líka það eina.

Fór sem leið lá úr Seljahverfinu, uppí Fellahverfi og þaðan í gegnum Elliðarárdalinn, niðrí Fossvogsdal og í gegnum hann niðrí Nauthólsvík. Þaðan meðfram flugvellinum og Ægissíðunni að Seltjarnarnesinu. Hjólaði út með öllu nesinu, framhjá golfvellinum og svo meðfram sjónum allt að grandanum. Hjólaði þar í gegnum bryggjuna og að Sæbrautinni (rvik)... Fór þar einhvern nýjan hjólastíg sem endaði hjá Viðeyjarferjunni, fór svo Vatnagarðana og Skútuvoginni, aðeins til baka og yfir brúnna sem er rétt hjá Mörkinni. Þaðan að Sprengisandi og yfir í Elliðarárdalinn. Gegnum neðra breiðholtið og svo aftur uppí Seljahverfi.

Heljarinnar hjólatúr, væri nú gaman að vita hvað þetta væri langt en ég hef ekki hugmynd, þannig að ef einhver vill skjóta þá endilega gerið það :)

Mín hreyfing semsagt búin í dag :)

Leadership is the ability to get extraordinary achievement from ordinary people.
- Brian Tracy

mánudagur, júlí 31, 2006

Rhodes

Já Rhodes var alveg frábær, vorum á þessum æðislega stað hérna Kathara Bay. Þetta var svona rólegur staður, lítið raðhús með ca. 8 íbúðum, rétt við ströndina en aðeins utan við miðbæinn. Við gátum samt auðveldlega labbað niðrí miðbæ og á ströndina þar, okkar strönd var svona pínu sér, lítil og góð.

Síðan var sundlaug í næsta garði sem við máttum nota eins og við vildum, æðislega fín og allt voða heimilislegt, stelpurnar undu sér vel þar og meira að segja Þórhildur gat farið þangað ein. Barþjónninn var líka æðislega almennilegur var alltaf að gefa okkur rosa flotta ísdesserta, og á afmælinu hennar Þórhildar þá fékk hún að velja sér snakk og hann rukkaði bara fyrir svona það sem honum datt í hug, semsagt voðalega sjaldan sem hann rukkaði fyrir allt sem við fengum. Hann var líka rosa ánægður þegar við sögðum honum að Þórhildur valdi að fá að borða hjá honum á afmælinu sínu, en hún fékk að ráða, í boði var tildæmis MacDonalds og aðrir staðir, en hún vildi bara vera heima í sundlaugargarðinum, voða nice.

Annars gerðum við lítið annað en að slappa af til skiptis á ströndinni og við sundlaugina. Fórum reyndar í vatnsrennibrautargarð sem var rosa skemmtilegur, ásamt því að við fórum líka einn daginn og skoðuðum gamla bæinn í Rhodes. Eftir að ég var farin til Aþenu þá fóru stelpurnar líka með mömmu og pabba í Tívolí sem var þarna í bænum. Gerðum annars mikið af því að rölta bara um, hafa það notalegt og slappa af.

Ég fór síðan til Aþenu og skildi þau eftir á Rhodes. Þar var ég í góðu yfirlæti á Golden Age hótelinu, sem er mjög fínt hótel í alla staði. Kíkti þar aðeins á Akrapolis hæðina en annars fór mestur tíminn í þjálfanir, hittum fólkið líka á kvöldin og fórum út að borða. Allt saman rosalega gaman og skemmtilegt enda er þetta svona hálfgerð árshátíð fyrir okkur í Herbalife að fara á svona Extravaganza eins og þessi þjálfun kallast.

Eftirminnilegasti fyrirlesarinn var Jim Rohn, margir halda að hann hafi verið að kveðjur okkur, enda orðinn 75 ára gamall núna í september, en hver veit kannski sjáum við hann aftur. Reyndar kemur hann til íslands í september, en ég get því miður ekki verið á þeirri þjálfun :(

Best að enda með tilvitnun frá honum ...

We must risk going too far to discover just how far we can go
- Jim Rohn

Let others lead small lives, but not you.
Let others argue over small things, but not you.
Let others cry over small hurts, but not you.
Let others leave their future in someone else's hands, but not you.
- Jim Rohn

sunnudagur, júlí 30, 2006

Gullkorn dagsins er úr bókinni "Vinsældir og áhrif" eftir Dale Carnegie

Ég geng aðeins einu sinni þennan veg. Megi ég gera það góða sem ég get gert hverjum þeim manni sem ég mæti, megi ég sýna þá vinsemd sem ég get látið í ljós, núna. Láttu mig ekki fresta því eða vanrækja það, því þessa leið fer ég ekki aftur.

KOMIN HEIM !

Jæja þá er maður kominn heim frá frábæru fríi á Rhodes og í Aþenu. Mikill hiti en líka alltaf vindur með þannig að það var alveg í fínu lagi.

Gerðum mest af því að slappa bara af, en þó kíktum við í vatnsrennibrautargarð, ég endurnýjaði seglbrettakynnin mín og svo kíktum við líka á gamla bæinn í Rhodes. Mjög gaman allt saman.

Aþena var æðisleg líka. Kíktum náttúrulega uppá Akrapolis, en að öðrum kosti var mest um þjálfanir að ræða.

You don't drown by falling in water;
you only drown if you stay there.
- Zig Ziglar